Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur fer óhefðbundnar leiðir í ár með nýjustu bók sinni Skálds sögu. Blaðamanni Morgunblaðsins lék forvitni á að vita um tilurð bókarinnar og hvers vegna henni þótti tímabært að fara yfir feril sinn sem rithöfundur
Bók Steinunn segir það ólíkt sér að blanda sér í skrif sín með beinum hætti, sem hún gerir í Skálds sögu.
Bók Steinunn segir það ólíkt sér að blanda sér í skrif sín með beinum hætti, sem hún gerir í Skálds sögu. — Morgunblaðið/Karítas

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur fer óhefðbundnar leiðir í ár með nýjustu bók sinni Skálds sögu. Blaðamanni Morgunblaðsins lék forvitni á að vita um tilurð bókarinnar og hvers vegna henni þótti tímabært að fara yfir feril sinn sem rithöfundur.

„Þetta byrjaði þannig að ég fór að hugsa upphátt um það sem hafði drifið á mína skáld-daga og hvað væri að frétta af sögu sálarinnar við skrifborðið. Ég tók þá upp á því að skrifa eitthvað niður, í upphafi hálfgert hvísl sem varð svo háværara,“ segir Steinunn.

Hefði sagt þvert nei

Skálds saga er tiltæki eða „happening“. Ef þú hefðir spurt mig fyrir þremur árum hvort ég

...