Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels lýsti því yfir í gær að ríkisstjórn sín myndi samþykkja vopnahléstillögur Bandaríkjanna í átökum Ísraelshers og hryðjuverkasamtakanna Hisbollah. Sagði Netanjahú í sjónvarpsávarpi til ísraelsku þjóðarinnar…
Vopnahlé Biden Bandaríkjaforseti kynnir hér helstu atriði vopnahléssamkomulagsins úr Rósagarði Hvíta hússins.
Vopnahlé Biden Bandaríkjaforseti kynnir hér helstu atriði vopnahléssamkomulagsins úr Rósagarði Hvíta hússins. — AFP/Saul Loeb

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels lýsti því yfir í gær að ríkisstjórn sín myndi samþykkja vopnahléstillögur Bandaríkjanna í átökum Ísraelshers og hryðjuverkasamtakanna Hisbollah.

Sagði Netanjahú í sjónvarpsávarpi til ísraelsku þjóðarinnar að vopnahléið myndi gera Ísraelum kleift að einbeita sér að baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Hamas sem og klerkastjórninni í Íran.

Ríkisstjórn Ísraels samþykkti svo síðar um kvöldið vopnahléssamkomulagið, og átti það að hefjast kl. 2 í nótt að íslenskum tíma. Netanjahú tók fram í ávarpi sínu að Ísraelsher myndi bregðast við af fullum krafti ef Hisbollah-samtökin ryfu skilmála vopnahlésins.

Felur samkomulagið m.a. í sér að líbanski herinn eigi

...