30 Esther Fokke var drjúg hjá Þór og hefur hér betur í Garðabæ.
30 Esther Fokke var drjúg hjá Þór og hefur hér betur í Garðabæ. — Morgunblaðið/Arnþór

Norðurlandsliðin Þór og Tindastóll eru bæði komin í efri hlutann í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik eftir góða útisigra í gærkvöld.

Tindastóll lagði Hamar/Þór að velli, 105:103, í bráðfjörugum nýliðaslag í Hveragerði þar sem Edyta Ewa Falenzcyk skoraði sigurkörfuna fjórum sekúndum fyrir leikslok.

Randi Brown átti stórleik með Tindastóli og skoraði 24 stig en Edyta Ewa skoraði 24. Abby Beeman skoraði 27 stig fyrir Hamar/Þór og átti 16 stoðsendingar.

Þórskonur fóru í Garðabæinn og lögðu þar Stjörnuna í hörkuleik, 94:88. Þar var Madison Sutton í stóru hlutverki hjá Akureyrarliðinu en hún var með þrefalda tvennu, 13 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar. Esther Fokke skoraði 30 stig fyrir Þór og Diljá Ögn Lárusdóttir 28 fyrir Stjörnuna.

...