35 ára Gunnar Þór, Gunnar, Jóhann, Arngrímur Fannar og Herbert.
35 ára Gunnar Þór, Gunnar, Jóhann, Arngrímur Fannar og Herbert. — Ljósmynd/Gassi

Hljómsveitin Skítamórall fagnar 35 ára afmæli í vor með tvennum tónleikum, annars vegar 4. apríl í Hofi á Akureyri og hins vegar 11. apríl í Háskólabíói. Sveitin var stofnuð í apríl árið 1989 á Selfossi þegar drengirnir voru fjórtán ára og kom hún fram í fyrsta sinn vorið 1990.

Segir í tilkynningu að hljómsveitin sé eitt stærsta nafn aldamótakynslóðarinnar og lög eins og „Farin“, „Myndir“, „Svífum“, „Ennþá“, „Fljúgum áfram“ og fleiri séu fyrir löngu orðin einkennislög þessa kröftuga tímabils í íslenskri tónlist. Þá mun hljómsveitin bjóða til sín sérstökum gestum í tilefni tímamótanna en miðasala á hvora tveggja tónleikanna hefst 1. desember, á degi íslenskrar tónlistar.

Hljómsveitina Skítamóral skipa Gunnar Ólason, sem bæði syngur og spilar á gítar, Jóhann Bachmann á trommur, Herbert Viðarsson á bassa og gítarleikararnir Gunnar Þór Jónsson og Arngrímur Fannar Haraldsson.