Þegar rýnt er í raunverulega afstöðu flokkanna verður valið öllu auðveldara

Ætla má að kosningabaráttan hafi náð hámarki eða um það bil og keppast flokkarnir nú við að kynna sjónarmið sín. Ekki er þó hægt að segja að sú kynning sé alltaf ítarleg eða skýr, jafnvel ekki í samræmi við fyrri verk og gjörðir. Á því kunna að vera ýmsar skýringar en ein augljós er að sum framboð vilja fremur hafa það sem betur hljómar.

Sumt virkar dálítið innantómt og fyrst og fremst til að minna á framboðið, eins og slagorð Flokks fólksins: Það er komið að þér! Önnur eru beinlínis ótrúverðug í ljósi sögunnar, eins og auglýsingar og stuttmyndir Samfylkingarinnar um að negla niður vextina. Það vill svo til að Samfylkingin ber flokka mesta ábyrgð á háum vöxtum hér á landi og hefur meira að segja teflt sérstaklega fram þeim sem hefur haft forgöngu um að reka þá stefnu sem hefur þrýst upp vöxtum í landinu.

Samfylkingin hefur með

...