Þær kosningar þar sem ég hef boðið mig fram til þings hafa aldrei verið eðlilegar. Fyrst 2013 í öllum þeim átökum sem þá voru. Svo 2016 vegna Panamaskjalanna þar sem þáverandi forsætisráðherra var í sviðsljósinu og þáverandi fjármálaráðherra faldi skýrslur um eignir Íslendinga í skattaskjólum ofan í skúffu þangað til eftir kosningar. Þar næst 2017 uppreist æru-kosningarnar, þar sem fyrrverandi fjármálaráðherra var orðinn forsætisráðherra. Svo voru það covid-kosningarnar 2021 og núna stjórnleysiskosningarnar 2024.
Undanfarin kjörtímabil hafa eftirfarandi ríkisstjórnir siglt þjóðarskútunni: Sjálfstæðisflokkur og Framsókn framan af öld til 2007 þegar Sjálfstæðisflokkur og Samfylking byrja saman. Sú stjórn springur þegar hrunið (arfleifð helmingaskiptanna og nýfrjálshyggjunnar) verður og við taka Samfylking og Vinstri-græn. Verkefnið sem blasir við þeim er gríðarlega stórt og dómur kjósenda á þeirri stjórn
...