Ívar Haukur Jónsson, lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, lést á Landspítalanum í Fossvogi 21. nóvember síðastliðinn, 97 ára að aldri. Ívar fæddist 28. september 1927 í Reykjavík, sonur hjónanna Aðalheiðar Ólafsdóttur, húsfreyju á…

Ívar Haukur Jónsson, lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, lést á Landspítalanum í Fossvogi 21. nóvember síðastliðinn, 97 ára að aldri.

Ívar fæddist 28. september 1927 í Reykjavík, sonur hjónanna Aðalheiðar Ólafsdóttur, húsfreyju á Litla-Hálsi í Grafningi, síðar búsettri í Reykjavík, og Jóns Ívarssonar, bónda á Litla-Hálsi og síðar verkamanns í Reykjavík.

Ívar gekk í Austurbæjarskóla og Gagnfræðaskóla Reykvíkinga og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1947. Hann stundaði nám við lagadeild Háskóla Íslands og lauk þaðan cand. juris-prófi í janúar 1953.

Ívar hóf störf sem blaðamaður við Þjóðviljann í febrúar 1953. Í samtali við Morgunblaðið í tilefni af 95 ára afmæli hans sagðist hann ekki hafa fengið starf strax sem lögfræðingur og boðist starf blaðamanns sem átti að vera

...