„Telja má nokkuð víst að útlendingalög hér á landi séu misnotuð ekki með ósvipuðum hætti og menn misnota önnur kerfi velferðarríkisins,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum í samtali við Morgunblaðið
Fylgdarlaus Rúmlega 40 fylgdarlaus börn komu fyrstu 8 mánuði ársins.
Fylgdarlaus Rúmlega 40 fylgdarlaus börn komu fyrstu 8 mánuði ársins. — Morgunblaðið/Eggert

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Telja má nokkuð víst að útlendingalög hér á landi séu misnotuð ekki með ósvipuðum hætti og menn misnota önnur kerfi velferðarríkisins,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum í samtali við Morgunblaðið.

Fram hefur komið að frá sl. áramótum og fram í miðjan ágúst hafi 41 fylgdarlaust barn komið hingað til lands og í framhaldinu verið vistað hjá barnaverndarþjónustu Suðurnesjabæjar. Einkum er hér um að ræða drengi á aldrinum 15 til 18 ára sem síðan sækja um alþjóðlega vernd hér á landi.

Að henni fenginni er í framhaldinu óskað eftir fjölskyldusameiningu sem Úlfar segir að takist í flestum tilvikum.

Hann segir að hafa beri í huga að flestir þessara drengja komi hingað frá

...