Sambíóin og Laugarásbíó Gladiator II ★★★·· Leikstjórn: Ridley Scott. Handrit: David Scarpa. Aðalleikarar: Paul Mescal, Denzel Washington, Connie Nielsen, Pedro Pascal, Joseph Quinn og Fred Hechinger. Bandaríkin og Bretland, 2024. 148 mín.
Flottur Denzel Washington sýnir góða takta í kvikmyndinni Gladiator II, líkt og svo oft áður.
Flottur Denzel Washington sýnir góða takta í kvikmyndinni Gladiator II, líkt og svo oft áður. — Ljósmynd/Paramount Pictures

kvikmyndir

Helgi Snær Sigurðsson

Kvikmynd Ridleys Scotts um skylmingaþrælinn Maxímus, Gladiator eða Skylmingaþræll frá árinu 2000 hlaut fjölda verðlauna á sínum tíma, þar á meðal Óskarsverðlaun árið 2001 sem besta kvikmynd og fyrir besta aðalleikara, Russell Crowe. Myndin naut mikilla vinsælda víða um heim og átti hinn vörpulegi Crowe stóran þátt í þeim, fínasti leikari og glæsilegur á velli – eða öllu heldur leikvangi. Crowe hjó mann og annan í herðar niður og þurfti auk þess að glíma við blóðþyrst ljón til að bjarga lífi sínu eftir að hafa verið svikinn af hinum illa keisara Kómmodusi sem Joaquin Pheonix lék með tilþrifum. Maxímus féll undir lokin og segir sagan að Crowe hafi leitað leiða til að lífga hann við í fyrirhugaðri framhaldsmynd sem Nick Cave mun hafa skrifað handritið að en sú mynd var aldrei framleidd.

...