Valur og FH máttu þola tap í lokaumferðinni í riðlakeppni Evrópudeildar karla í handbolta í gærkvöldi. Þau léku samanlagt 12 leiki í riðlakeppninni. FH vann einn leik og tapaði fimm á meðan Valur gerði tvö jafntefli og tapaði fjórum
Reynslubolti Ásbjörn Friðriksson fyrirliði FH sækir að Jeremy Robert úr Toulouse í leik liðanna í Evrópudeildinni í Kaplakrika í Hafnarfirði í gær.
Reynslubolti Ásbjörn Friðriksson fyrirliði FH sækir að Jeremy Robert úr Toulouse í leik liðanna í Evrópudeildinni í Kaplakrika í Hafnarfirði í gær. — Morgunblaðið/Arnþór

Evrópudeildin

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Valur og FH máttu þola tap í lokaumferðinni í riðlakeppni Evrópudeildar karla í handbolta í gærkvöldi. Þau léku samanlagt 12 leiki í riðlakeppninni. FH vann einn leik og tapaði fimm á meðan Valur gerði tvö jafntefli og tapaði fjórum. Bæði lið voru úr leik fyrir leikina í gær.

FH fékk franska liðið Toulouse í heimsókn í Kaplakrika. Frakkarnir voru með yfirhöndina allan tímann og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 29:25.

Toulouse náði mest átta marka forskoti en FH-ingar gerðu virkilega vel í að minnka muninn í tvö mörk, 27:25, þegar tvær mínútur voru eftir. Franska liðið skoraði hins vegar tvö síðustu mörkin og fór með stigin tvö aftur heim til Toulouse.

...