Listakonan Svandís Egilsdóttir hefur opnað sýningu sína Ljósberi á vegi mínum – Ljósberar á mínum vegum í Grafíksalnum. Segir í tilkynningu að titill sýningarinnar vísi til upplifunar og minningar listakonunnar af því að hafa ekið fram á breiðu af…
Listasýning Eitt af verkum Svandísar.
Listasýning Eitt af verkum Svandísar.

Listakonan Svandís Egilsdóttir hefur opnað sýningu sína Ljósberi á vegi mínum – Ljósberar á mínum vegum í Grafíksalnum. Segir í tilkynningu að titill sýningarinnar vísi til upplifunar og minningar listakonunnar af því að hafa ekið fram á breiðu af ljósberum á Mýrdalsöræfum eina fagra, bjarta sumarnótt á þessu ári. „Á sýningunni má finna málverk unnin á striga sem og teikningar og tímahylki/dagbækur frá vinnu- og vinkonuferðum sem listakonan hefur farið í undanfarin ár. Hver litur ber í sér mismunandi tíðni ljóss. Það að mála er því eins konar leikur með ljós.“

Þá rennur hluti af andvirði hverrar myndar til Bergsins Headspace sem veitir einstaklingsmiðaða ráðgjöf og þjónustu til ungmenna frá 12 til 25 ára með markmiðið að efla þátttöku og þekkingu ungmenna sem og að auka tengsl þeirra við samfélagið.