Vilhjálmur prins af Wales og ríkisarfi hitti hermenn úr 1. herfylki velsku varðanna sem nú eru við æfingar í Salisbury á Englandi. Velsku verðirnir eru lífvarðasveit krúnunnar og standa gjarnan vaktina við Windsor-kastala
Ríkisarfi Vilhjálmur prins ræðir við hermenn sem tilheyra 1. herfylki velsku varðanna en þeir stunda nú æfingar.
Ríkisarfi Vilhjálmur prins ræðir við hermenn sem tilheyra 1. herfylki velsku varðanna en þeir stunda nú æfingar. — AFP/Adrian Dennis

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

Vilhjálmur prins af Wales og ríkisarfi hitti hermenn úr 1. herfylki velsku varðanna sem nú eru við æfingar í Salisbury á Englandi. Velsku verðirnir eru lífvarðasveit krúnunnar og standa gjarnan vaktina við Windsor-kastala.

Þeir hermenn sem nú eru við æfingar fá aukna þjálfun í vopnaburði og nútímahernaði en að þeim loknum verða þeir að líkindum flestir sendir á herstöð Breta á Falklandseyjum og til enn frekari þjálfunar í Óman í Mið-Austurlöndum.

...