Magnús Sveinbjörnsson fæddist á Efra-Seli í Hrunamannahreppi 19. maí 1941. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum 15. nóvember 2024.
Fjölskyldan flutti að Vesturkoti á Skeiðum 1943 og þar bjó hann með fjölskyldu sinni til ársins 1963 en þá flutti hann ásamt eiginkonu sinni á Selfoss.
Þar bjó hann til æviloka.
Foreldrar hans voru Sveinbjörn Kristjánsson og Guðrún Sigurðardóttir.
Systkini hans eru Gyða, látin, Kolbrún, Ólína Kristín, Svanhildur, Sigurður Magni, látinn, Ingibjörg, látin, Hörður, látinn, og Þröstur Kamban.
Eftirlifandi eiginkona Magnúsar er Ingveldur Gunnars Guðbjörnsdóttir, f. 11. júní 1942. Þau gengu í hjónaband 11. júní 1965.
...