Logi Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, lagði spurningar fyrir fjármála- og efnahagsráðherra á haustþinginu og fékk svar í gær.

Spurningarnar lutu að eigin fé, eignum og tekjum, með og án fjármagnstekna, þeirra sem mest eiga og mestar tekjur hafa hér á landi.

Líklega hafa svörin átt að staðfesta ranghugmyndir frambjóðenda vinstriflokkanna um að ójöfnuður færi vaxandi hér eins og iðulega er haldið fram þó að tölur sýni að vandfundið er það land í veröldinni þar sem jöfnuður er meiri en hér.

En þetta mistókst sem sagt, því að tölurnar eru allar á einn veg; jöfnuður vex á milli ára.

Eigið fé efstu 5% af heildareiginfé í landinu minnkaði þannig úr 36% árið 2022 í 34,7% í fyrra. Heildareignir þróuðust á

...