Kjörkassinn Vægi atkvæða sem greidd eru í alþingiskosningum er misjafnt eftir landshlutum þótt einn einstaklingur sé að baki hverju þeirra.
Kjörkassinn Vægi atkvæða sem greidd eru í alþingiskosningum er misjafnt eftir landshlutum þótt einn einstaklingur sé að baki hverju þeirra.

Kosningar eru núna 30. nóvember og munu þær kosta þjóðina 300-400 milljónir. Hví ekki að nota tækifærið og auka beint lýðræði með því að kjósa jafnframt um til dæmis tvö álitamál í leiðinni? Það myndi væntanlega verða til þess að fleiri mættu á kjörstað. Þar er um ýmis mál að ræða, en ég nefni hér að það verði krossaspurningar (já eða nei) um:

1. Hví vægi atkvæða er ekki jafnt. Samkvæmt 65. grein stjórnarskrár skulu allir þegnar vera jafnir fyrir lögum eins og tíðkast í forseta- og sveitarstjórnarkosningum, en nú þarf tvo í Kraganu á móti einum í Húnaþingi.

2. Að kjósa um að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið, en þegar hafa um 80% af lögum og reglum bandalagsins verið innleidd svo og var búið að semja um nánast allt fyrir margt löngu – einungis eftir landbúnaðar- og sjávarútvegspakkarnir.

...