100 Robert Lewandowski fagnar markinu sögulega á Estadi Olimpic.
100 Robert Lewandowski fagnar markinu sögulega á Estadi Olimpic. — AFP/Josep Lago

Pólverjinn Robert Lewandowski varð í gærkvöld þriðji knatt­spyrnu­maðurinn í sögunni til að skora 100 mörk í Meistaradeild karla. Hann gerði þetta sögulega mark þegar Barcelona sigraði Brest frá Frakklandi í gærkvöld, 3:0, og bætti því 101. við. Cristiano Ronaldo á markametið, 140 mörk, og Lionel Messi er annar með 129 mörk. Ronaldo lék 183 leiki og Messi 163 en Lewandowski hefur náð þessu í aðeins 125 leikjum með Barcelona, Dortmund og Bayern.