„Það er bara ótrúlegt. Ég er þakklát fyrir það og tilhlökkunin er mikil. Ég er stolt af því, bæði af sjálfri mér og liðinu,“ sagði Sunna Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið er hún …
EM 2024
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
„Það er bara ótrúlegt. Ég er þakklát fyrir það og tilhlökkunin er mikil. Ég er stolt af því, bæði af sjálfri mér og liðinu,“ sagði Sunna Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið er hún var spurð hvernig það væri að vera á leið á sitt þriðja stórmót á ferlinum.
Fram undan er EM 2024 þar sem Ísland er í F-riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu. Mótið fer fram í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss og er F-riðillinn allur leikinn í Innsbruck í Austurríki. Fyrsti leikurinn er á föstudag gegn Hollandi.
Sunna er 35 ára þrautreyndur leikmaður, öflugur varnarmaður sem leikur sem vinstri skytta í sókn. Hún var í
...