Sigríður Margrét Oddsdóttir
Í opinberri umræðu virðist oft langur vegur milli þess að atvinnulífinu gangi vel og að samfélaginu gangi vel. Kannanir sýna þó að slíkar úrtöluraddir koma úr röðum háværs minnihlutahóps. Skilningur almennings er sem betur fer í samræmi við hagtölur sem sýna glöggt orsakasamhengi verðmætasköpunar íslenskra fyrirtækja og velferðarsamfélagsins sem við stærum okkur af á alþjóðavettvangi. Það er því ekki að ósekju að framtíðarsýn Samtaka atvinnulífsins um samfélag hagsældar og tækifæra byggist á hagsmunum atvinnulífsins. Um þetta snúast einnig kosningarnar sem við göngum til á laugardaginn.
Ísland er í öfundsverðri stöðu þegar kemur að langtímahorfum en við búum yfir öllu sem þarf fyrir næsta vaxtarskeið. Við erum hlutfallslega yngri þjóð en allflest samanburðarlönd, hér eru nægar auðlindir, bæði grænar orkuauðlindir
...