Óli Björn Kárason
Eftir því sem nær dregur kosningum verða valkostir kjósenda skýrari. Slíkt er heilbrigt og nauðsynlegt. Næstkomandi laugardag taka kjósendur ákvörðun um hvort hér komist til valda vinstri ríkisstjórn eða borgaraleg ríkisstjórn með öflugum Sjálfstæðisflokki.
Skoðanakannanir benda til að fyrri kosturinn verði niðurstaðan þar sem Samfylking og Viðreisn taka höndum saman og skjóta einhverju varadekki undir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er ánægð með samstarfið við Samfylkinguna í Reykjavík. Hún hefur lýst því yfir að flokkarnir eigi góða samleið í landsmálum. Undir þetta hefur Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, tekið.
Þótt Þorgerður Katrín og Kristrún fari að dæmi kattanna í kringum heitan graut,
...