Það er næstum kómískt hvernig við viljum aldrei vera þar sem okkur er ætlað að vera og gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að forðast það. Við erum stöðugt á þönum, deyfum sársaukann, höldum framhjá eða erum fjarverandi með því að vera í símanum.
Heilsa Sophie Grégoire Trudeau var stödd á Íslandi að kynna bók sína Closer Together sem fjallar um geðheilsu.
Heilsa Sophie Grégoire Trudeau var stödd á Íslandi að kynna bók sína Closer Together sem fjallar um geðheilsu. — Morgunblaðið/Eggert

Viðtal

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Fyrir rétt rúmu ári beindust augu allra að Sophie Grégoire Trudeau þegar hún og eiginmaður hennar Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada tilkynntu um skilnað sinn. Þetta var í annað sinn sem forsætisráðherra Kanada skilur í embætti en sá fyrsti var einmitt faðir Trudeau, Pierre, sem skildi árið 1977.

Grégoire Trudeau hefur síðustu áratugi beitt sér fyrir vitundarvakningu um mikilvægi geðheilbrigðis og gaf fyrir skömmu út bókina Closer Together þar sem hún segir á opinskáan hátt frá eigin lífi og fær auk þess sérfræðinga til þess að deila með lesendum hvernig hlúa megi að heilsu, andlegri líðan og leggja grunn að heilbrigðum samböndum. Hún var stödd á Íslandi á dögunum á vegum bókaútgáfunnar Sölku

...