Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, gagnrýnir stefnu borgaryfirvalda í Reykjavík í bílastæðamálum og segir hana hafa neikvæð áhrif á sölu nýrra íbúða. Tilefnið er að húsbyggjandi hafði samband við Morgunblaðið og lýsti áhyggjum…
Nýjar áherslur Ný bílastæðastefna birtist í Vogabyggð í Reykjavík. Borgarlína á að þjóna hverfinu í framtíðinni.
Nýjar áherslur Ný bílastæðastefna birtist í Vogabyggð í Reykjavík. Borgarlína á að þjóna hverfinu í framtíðinni. — Teikning/ONNO

Baksvið

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, gagnrýnir stefnu borgaryfirvalda í Reykjavík í bílastæðamálum og segir hana hafa neikvæð áhrif á sölu nýrra íbúða.

Tilefnið er að húsbyggjandi hafði samband við Morgunblaðið og lýsti áhyggjum sínum af bílastæðastefnu borgarinnar í fyrirhuguðu Keldnaholti við Grafarvog. Það er eitt þeirra nýju uppbyggingarsvæða sem borgarlínan á að liggja um en hún á að draga úr þörf fyrir bíla.

„Borgin er með þá stefnu að heimila uppbyggingu á reitum en þá gegn því að fækka bílastæðum, oftast eru færri en eitt bílastæði á íbúð, en það á að styðja við uppbyggingu borgarlínu. Að okkar mati er þetta afskaplega einkennileg stefna sem við sjáum ekki að gagnist einum

...