Ragnhildur Lovísa Guðmundsdóttir fæddist 28. nóvember 1964 í Keflavík og ólst þar upp. „Ég bý ennþá í Keflavík á æskuheimilinu. Ég var í sveit sem barn og unglingur á Tindum í Dalasýslu, í Sauðanesi í Húnavatnssýslu og fyrir austan fjall,…
Með langömmubörnunum Ragnhildur, Rögnvaldur og tvíburarnir Ýmir Þór og Loki Þór Oddssynir, synir Maríu Mistar Þórs Sigursteinsdóttur ömmustelpu og Odds Auðunssonar.
Með langömmubörnunum Ragnhildur, Rögnvaldur og tvíburarnir Ýmir Þór og Loki Þór Oddssynir, synir Maríu Mistar Þórs Sigursteinsdóttur ömmustelpu og Odds Auðunssonar.

Ragnhildur Lovísa Guðmundsdóttir fæddist 28. nóvember 1964 í Keflavík og ólst þar upp.

„Ég bý ennþá í Keflavík á æskuheimilinu. Ég var í sveit sem barn og unglingur á Tindum í Dalasýslu, í Sauðanesi í Húnavatnssýslu og fyrir austan fjall, nánar tiltekið á Kjartansstöðum í Hraungerðishreppi í Flóa.“

Ragnhildur lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja af félagsfræðibraut vorið 1993. Hún lauk 1. stigs prófi í söng en tók hlé frá því námi þegar hún fór í Háskóla Íslands. Hún lauk BA-prófi í félagsfræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein í desember 1998.

„Ég hóf störf í Sandgerðisskóla í janúar 1999 og fann þar strax mína hillu.“ Ragnhildur fór í kennsluréttindanám árið 2000 meðfram starfi og lauk því prófi 2002. Hún hóf nám í náms- og starfsráðgjöf og lauk MA-prófi 2015

...