Ragnhildur Lovísa Guðmundsdóttir fæddist 28. nóvember 1964 í Keflavík og ólst þar upp.
„Ég bý ennþá í Keflavík á æskuheimilinu. Ég var í sveit sem barn og unglingur á Tindum í Dalasýslu, í Sauðanesi í Húnavatnssýslu og fyrir austan fjall, nánar tiltekið á Kjartansstöðum í Hraungerðishreppi í Flóa.“
Ragnhildur lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja af félagsfræðibraut vorið 1993. Hún lauk 1. stigs prófi í söng en tók hlé frá því námi þegar hún fór í Háskóla Íslands. Hún lauk BA-prófi í félagsfræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein í desember 1998.
„Ég hóf störf í Sandgerðisskóla í janúar 1999 og fann þar strax mína hillu.“ Ragnhildur fór í kennsluréttindanám árið 2000 meðfram starfi og lauk því prófi 2002. Hún hóf nám í náms- og starfsráðgjöf og lauk MA-prófi 2015
...