María Petra Jóhannesdóttir Poulsen fæddist 30. september 1927. Hún lést 6. nóvember 2024.

Útförin fór fram 27. nóvember 2024.

Fyrir tæpum 30 árum hóf ég störf á Sjómannaheimilinu Örkinni í Reykjavík eða færeyska sjómannaheimilinu. Þar var þá rekið hótel en auk þess var starf okkar að sinna færeyskum sjómönnum er þurftu aðstoð og jafnvel Grænlendingum sem komu til Íslands vegna veikinda. Aðstandendur þeirra gistu þá gjarnan á færeyska sjómannaheimilinu. Reglulega voru haldnar kristilegar samkomur og einnig hittust Færeyingar á sjómannaheimilinu vegna ýmissa mála.

Fljótlega kynntist ég hópi kvenna úr Foroyska kvinnuringinum í Reykjavík sem komu saman á sjómannaheimilinu yfir veturinn. Þetta voru konur sem höfðu til margra ára stutt við uppbyggingu sjómannaheimilisins og stóðu m.a. fyrir fjölsóttum basar

...