Í kjölfar bókasýninga í Gautaborg og Frankfurt í haust hefur borið á miklum áhuga á íslenskum bókum, sérstaklega í Ungverjalandi, að sögn Stellu Soffíu Jóhannesdóttur hjá Reykjavík Literary Agency, en þangað hafa selst nokkrir titlar. Má þar nefna Gegnumtrekk eftir Einar Lövdahl Gunnlaugsson, Skrípið eftir Ófeig Sigurðsson, Ból eftir Steinunni Sigurðardóttur, Undir Yggdrasil eftir Vilborgu Davíðsdóttur og Syni himnasmiðs eftir Guðmund Andra Thorsson, sem einnig var seld til Frakklands.

Þá var þríleikur Hallgríms Helgasonar nýverið seldur í heild sinni til Noregs og í Finnlandi er verið að ganga frá samningi um þrjár bækur Stefáns Mána um Hörð Grímsson. Glæpasagan Í djúpinu, eftir Margréti Höskulds­dóttur, fékk nokkur tilboð frá Þýskalandi og fjórir titlar eftir Einar Má Guðmundsson seldust

...