Baldur Óskarsson fæddist 26. desember árið 1940. Hann lést 18. nóvember 2024.

Útför Baldurs fór fram 27. nóvember 2024.

Sólbjartan haustdag fyrir nær sextíu árum tók hann á móti mér; glæsilegur, leiftrandi, öruggur í fasi. Fyrir framan sögufrægan sal á Þingvöllum. Okkar fyrsti fundur. Upphaf ævilangrar vináttu og fóstbræðralags í þágu háleitra hugsjóna. Fram undan þá ráðstefna um stjórnskipan lýðveldisins og stöðu landshlutanna. Baldur eins og löngum stjórnandi og upphafsmaður.

Fáeinum misserum síðar var hann orðinn formaður SUF, Sambands ungra framsóknarmanna, og gerði það að stórveldi í íslenskum þjóðmálum; sumir sögðu sjálfstæðu stjórnmálaafli. Árin urðu blómaskeið í fylgisstyrk flokksins. Nærri 30% í alþingiskosningunum 1967. Langt umfram alla flokka sem nú heyja

...