— Morgunblaðið/Hari

Jóhannes Haukur leikur í væntanlegri Marvel-mynd um Captain America, A Brave New World, sem kemur út á Valentínusardaginn. Hann deilir skjánum með stórstjörnum eins og Harrison Ford og Anthony Mackie. Jóhannes leikur málaliða í myndinni og þakkar Marvel fyrir að setja nafnið sitt á plakatið – og stafa það rétt! Jóhannes ræddi við Kristínu Sif á K100 um nýju myndina og leyndardómsfullt hlutverk í annarri stórmynd, byggðri á eitís-efni, sem verður tekin upp í London á næsta ári. „Þetta verður svolítið skemmtilegt.“ Nánar á k100.is.