Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Tilnefningar til Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2024 voru kynntar í Eddu í gær. Alls voru tuttugu bækur tilnefndar eða fimm í hverjum flokki. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhendir verðlaunin á Bessastöðum á nýju ári. Formenn dómnefndanna fjögurra, Björn Teitsson, Kristín Ásta Ólafsdóttir, Unnar Geir Unnarsson og Viðar Eggertsson, koma saman ásamt forsetaskipuðum formanni og velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk, sem Félag íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT) kostar. Íslensku bókmenntaverðlaunin voru fyrst veitt árið 1989 og er ætlað að draga fram athyglisverðustu útgáfubækur hvers árs. Þetta er því í 36. sinn sem tilnefnt er til verðlaunanna. Matthías Rúnar Sigurðsson hannaði nýjan
...