Nokkur þúsund íbúðir hafa komið á markað á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum sem byggðar eru í hverfum sem borgarlínan á að þjóna. Hins vegar hafa orðið miklar tafir á uppbyggingu borgarlínu og alls óvíst hvenær hún verður fullgerð
Baksvið
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Nokkur þúsund íbúðir hafa komið á markað á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum sem byggðar eru í hverfum sem borgarlínan á að þjóna. Hins vegar hafa orðið miklar tafir á uppbyggingu borgarlínu og alls óvíst hvenær hún verður fullgerð.
Fyrir rúmum áratug, eða 9. maí 2014, sagði Morgunblaðið frá tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 sem fæli í sér miklar breytingar í skipulagsmálum á öllu svæðinu.
„Mæta á fólksfjölgun án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli og án þess að óbyggt land verði brotið í sama mæli og síðustu áratugi. Lagt er til að unnið verði að nýju hágæðakerfi almenningssamgangna, svonefndri borgarlínu, sem tengi kjarna
...