Tvær sýningar verða opnaðar í kvöld, 28. nóvember, kl. 20 í Listasafninu á Akureyri. Annars vegar sýning Sólveigar Baldursdóttur, Augnablik – til baka, og hins vegar Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar aldar. Segir í tilkynningu að boðið verði upp á listamannaspjall með Markúsi Þór Andréssyni sýningarstjóra Átthagamálverksins kl. 20.40 og við Sólveigu kl. 21.
„Náttúran hefur alltaf verið mér og minni sköpun mikilvæg. Hún veitir öryggi og fótfestu í allri sinni mildi og fegurð, en er jafnframt óútreiknanleg og vægðarlaus. Margar minningar skjóta upp kollinum þegar hendinni er strokið eftir steininum, hvort sem þær koma frá Danmörku við granítið eða Ítalíu með marmaranum,“ er meðal annars haft eftir Sólveigu.
Um sýninguna Átthagamálverkið segir að í verkunum sé varðveitt saga
...