Á undanförnum tíu árum hafa skipaðir skiptastjórar skv. lögum um gjaldþrotaskipti verið karlar í um 70% tilvika. 761 lögmaður var skipaður skiptastjóri í samtals 12.213 málum. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur til…
Á undanförnum tíu árum hafa skipaðir skiptastjórar skv. lögum um gjaldþrotaskipti verið karlar í um 70% tilvika. 761 lögmaður var skipaður skiptastjóri í samtals 12.213 málum. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur til dómsmálaráðherra um jafnrétti milli kynja við skipun skiptastjóra.
Héraðsdómur Vesturlands hefur skipað hlutfallslega flesta karla, 45 á móti 12 konum eða tæp 79%. Héraðsdómar Norðurlands eystra og vestra hafa skipað hlutfallslega flestar konur, eða þriðjung allra skiptastjóra.
Í svarinu kemur fram að dómstólasýslan haldi skrá yfir þá lögmenn sem óska eftir skipun sem skiptastjórar eða umsjónarmenn með nauðasamningsumleitunum. Á skránni eru nú 443 skiptastjórar, 316 karlar og 127 konur.