Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Edda Jónsdóttir myndlistarkona heldur sýningu í Marshallhúsinu. Edda hefur á löngum ferli haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í ótal samsýningum og er þekktust fyrir grafíkverk sín. Hún stofnaði á sínum tíma i8 gallerí og stýrði því á árunum 1995-2007.
Edda sýnir 30 ljósmyndir. „Viðarveggirnir hér á La Primavera eru venjulega notaðir fyrir listaverk úr einkasafni Leifs Kolbeinssonar eiganda staðarins. Hann hafði séð ljósmyndir mínar og sagði mér að hann væri hrifinn af þeim. Ég tók hann á orðinu og spurði hvort ekki væri upplagt að sýna þær hér og það varð að samkomulagi. Það er skemmtilegt að sýna hér því húsið er fullt af myndlist,“ segir Edda.
Ljósmyndir af skuggum
Um ljósmyndir sínar segir hún: „Þetta eru svart-hvítar ljósmyndir af skuggum af fólki teknar af fimmtu hæð á heimili mínu. Þegar
...