Halldóra Guðmundsdóttir var fædd í Seljum í Helgafellssveit 30. maí 1937. Hún lést 8. nóvember 2024.

Halldóra var dóttir hjónanna Guðmundar Halldórssonar bónda í Helgafellssveit og Petrínu Sæmundsdóttur, kennara og húsmóður.

Hún var yngst fimm systkina. Elst var Guðrún Kristjana, fædd 5. ágúst 1923, látin 6. febrúar 1995, síðan kom Vilborg Kristín, fædd 29. mars 1926, látin 16. desember 1989, eiginmaður hennar var Ágúst Alexandersson, þá Þorgerður, fædd 27. mars 1930, látin 13. maí 1991, eiginmaður hennar var Hólmsteinn Hallgrímsson, síðan Sæmundur, fæddur 4. mars 1932, eiginkona hans Eyrún Óskarsdóttir, og loks Halldóra.

Halldóra giftist eiginmanni sínum Júlíusi Gestssyni rafvirkjameistara 21. maí 1963. Júlíus var fæddur 13. júlí 1928, látinn 8. janúar

...