Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Nú þegar nóvember er að líða undir lok eru flestir sammála um að það sé ásættanlegt að byrja að hlusta á jólalög og undirbúa sig fyrir hátíðina. Það er margt áhugavert við þetta einstaka tónlistarform, þar sem það tekur jólalög mörg ár að verða hluti af þjóðarsálinni. Þó komast einstaka ný lög fljótt til vinsælda, en margir velja einnig að gefa út ábreiður af klassískum jólalögum sem halda sífellt vinsældum sínum.
Eitt af því sem gerir jólalög sérstök er tengingin við nostalgíu – lög sem heyrast aðeins á þessum tíma árs skapa sterkar tilfinningar og minningar. Þrátt fyrir að spilunartími jólalaga sé takmarkaður eru íslenskir tónlistarmenn óþreytandi í að gefa út ný jólalög ár hvert. Þessi nýju lög sýna hvernig íslensk tónlist heldur áfram að þróast og gætu með tíð og tíma
...