Vopnahlé er komið á í Líbanon. Í aðdraganda vopnahlésins var hart barist. Liðsmenn hreyfingarinnar Hisbollah létu sprengjum rigna yfir Ísrael. Á sunnudag skutu þeir 250 sprengjum, sem er það mesta frá því að átökin hófust. Ísraelski flugherinn gerði árásir á Beirút og í suðurhluta Líbanons laust saman ísraelskum hermönnum og liðsmönnum Hisbollah.
Á næstu 60 dögum eiga liðsmenn Hisbollah að rýma suðurhluta Líbanons og færa sig norður fyrir ána Litani. Gert er ráð fyrir að líbanski herinn taki sér stöðu á svæðinu og þegar hann hafi gert það geti Ísraelar byrjað að kalla liðsafla sinn til baka.
Það er til marks um það hvað staða Hisbollah hefur veikst frá því að Ísraelar hófu margþættar aðgerðir sínar gegn þeim að þeir hafi fallist á þetta samkomulag. Forusta Hisbollah, sem Ísraelar hafa nú rutt úr vegi, sagði að ekki yrði samið fyrr en samið
...