Elsti sonur norsku krónprinsessunnar, sem grunaður er um tvær nauðganir, var leystur úr gæsluvarðhaldi í gærmorgun að sögn lögreglu sem sagði jafnframt að hann væri grunaður um fleiri kynferðisbrot. Marius Borg Hoiby, 27 ára gamall sonur Mette-Marit …
Elsti sonur norsku krónprinsessunnar, sem grunaður er um tvær nauðganir, var leystur úr gæsluvarðhaldi í gærmorgun að sögn lögreglu sem sagði jafnframt að hann væri grunaður um fleiri kynferðisbrot.
Marius Borg Hoiby, 27 ára gamall sonur Mette-Marit krónprinsessu, sem hún átti áður en hún giftist Hákoni krónprins, var handtekinn í síðustu viku og úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. Hann er einnig grunaður um að hafa beitt þrjár fyrrverandi vinkonur sínar ofbeldi og að hafa brotið gegn nálgunarbanni.
Hoiby var handtekinn í ágúst grunaður um líkamsárás. Hann sagðist þá hafa lengi strítt við geðræn vandamál og vímuefnaneyslu.