Í afhjúpandi viðtali við Record Collector talar U2 um ósætti meðlima á milli þegar upprunalega platan kom út.
Heimsfrægir U2 eftir tónleika í Glasgow árið 2015.
Heimsfrægir U2 eftir tónleika í Glasgow árið 2015. — Ljósmynd/Wikicommons

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Ferill popparans/rokkarans er iðulega þannig að fyrst um sinn koma meistaraverkin út. Fólk er hresst, ungæðislegt og kann ekki reglurnar (sem betur fer). Gaman. Seinni hluti ferilsins er hins vegar allt annað mál. Það er hægt að keyra höggþéttan feril alla leið (Bítlarnir, Smiths) og jafnvel dæla út snilldarverkum á ævikvöldinu (Johnny Cash) en langflestir mæta hindrunum, veri það sköpunarlegar, vinsældalegar, stemningslegar, þegar fram í sækir. U2 fyllir þann flokk, hæglega, og áður en lengra er haldið; ég er alls ekki að reisa þessari frábæru sveit níðstöng. Og hef ég reyndar tekið trúna á nýjan leik, hlusta á lítið annað um þessar mundir og er orðinn sannfærður – aftur – um að þetta sé ein stórkostlegasta rokksveit sögunnar. En það er efni í annan

...