Séra Hildur Björk Hörpudóttir hefur verið valin til prestsstarfa við Glerárkirkju á Akureyri og hefur biskup Íslands staðfest ráðninguna. Hildur Björk er fædd í Reykjavík árið 1980. Hún lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2015 og MA-gráðu í praktískri guðfræði frá sama skóla árið 2017. Þá lauk hún námi árið 2019 frá Clifford College.
Hildur Björk er með kennsluréttindi og meistarapróf í mannauðsstjórnun og er einnig með próf í sáttamiðlun og áfallafræðum. Þá hefur hún margháttaða starfsreynslu á sviði félags-, kirkju- og mannúðarmála, segir á vef Þjóðkirkjunnar.
Hildur Björk var vígð hinn 7. febrúar árið 2016 til þjónustu í Reykhólaprestakalli og var þar sóknarprestur til 2019. Hún starfaði sem sviðsstjóri fræðslusviðs Biskupsstofu þar til hún tók við starfi sóknarprests í Reykholtsprestakalli í Borgarfirði í apríl 2021. Séra María Guðrúnar Ágústsdóttir
...