Stórleikarinn Alec Baldwin hefur greint frá því að hann langi ekki til að sjá lokaútkomu kvikmyndarinnar Rust en myndin var frumsýnd ytra á dögunum. Variety greinir frá því að rúmum þremur árum eftir að kvikmyndatökumaðurinn Halyna Hutchins lést…
Alec Baldwin
Alec Baldwin

Stórleikarinn Alec Baldwin hefur greint frá því að hann langi ekki til að sjá lokaútkomu kvikmyndarinnar Rust en myndin var frumsýnd ytra á dögunum.

Variety greinir frá því að rúmum þremur árum eftir að kvikmyndatökumaðurinn Halyna Hutchins lést eftir að hafa orðið fyrir voðaskoti á tökustað myndarinnar vonist Baldwin til að geta loks lagt harmleikinn að baki.

„Þetta er augljóslega það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum á ævinni,“ er haft eftir Baldwin. „Fyrir utan fórnarlömbin sjálf er það sem mér finnst sárast hvað þetta gerði konunni minni. Við erum núna að reyna að fá vindinn aftur í seglin og reyna að komast burt frá þessu öllu saman því myndin stendur ekki undir sér sjálf, hún mun alltaf falla í skuggann af þessu atviki.“