Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir

Eitt það almikilvægasta í pólitískri tilveru er að gefa sér alltaf tíma fyrir bækur, ljóð, skáldsögur – bókmenntir sem urðu til í huga höfundarins, segja sögu, miðla sýn eða samhengi, koma á óvart og skapa nýjar tengingar í hugskoti lesandans. Innan um tölur og pólitískar fyrirsagnir, stundum persónulegar, oft málefnalegar, er dýrmætt að hafa streng til að prjóna við stærra samhengi, víðari sýn.

Nú í haust kom út skáldsaga eftir rithöfundinn Evu Rún Snorradóttur, Eldri konur. Ástarsaga, þroskasaga, listilega skrifuð, framvindan fram og til baka í tíma og smám saman dregst upp heildarmynd, allt skýrist en samt er flækjan óleysanleg. Höfundurinn segir að bókin sé röntgenmynd af ástandi.

Líkt og þessi bók eru stjórnmálin mynd af ástandi. Stundum eins og í móðu en stundum kristaltær. Stundum raunsönn en stundum bjöguð. Ríkjandi valdhafar segja allt

...

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir