Iðgjöld til Náttúruhamfaratryggingar Íslands munu hækka tímabundið um 50%.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingu Íslands en þar seg­ir að at­b­urðirn­ir sem átt hafa sér stað á Reykja­nesskaga und­an­farið hafi haft veru­leg áhrif á fjár­hags­lega stöðu NTÍ. „Stofn­un­in þarf á hverj­um tíma að eiga fjár­muni til að greiða bæt­ur vegna tjóns á hús­eign­um, inn­búi og öðru lausa­fé sem vá­tryggt er hjá NTÍ,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Heim­ild til hækk­un­ar á iðgjöld­um NTÍ verður nýtt og frá og með 1. janú­ar 2025 og verða þau inn­heimt með 50% álagi sam­hliða bruna­trygg­ing­ariðgjöld­um. Iðgjald fyr­ir hús­eign­ir, inn­bú og annað lausa­fé fer úr 0,025% í 0,0375% af vá­trygg­ing­ar­fjár­hæð.

„Sem dæmi um áhrif þess­ara breyt­inga mun iðgjald til NTÍ af 80 millj­ón króna eign hækka úr kr. 20.000 á ári í kr. 30.000 á ári og iðgjald af inn­bús­trygg­ingu á 20 millj­ón króna inn­búi mun hækka úr kr. 5.000 í kr.

...