Iðgjöld til Náttúruhamfaratryggingar Íslands munu hækka tímabundið um 50%.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands en þar segir að atburðirnir sem átt hafa sér stað á Reykjanesskaga undanfarið hafi haft veruleg áhrif á fjárhagslega stöðu NTÍ. „Stofnunin þarf á hverjum tíma að eiga fjármuni til að greiða bætur vegna tjóns á húseignum, innbúi og öðru lausafé sem vátryggt er hjá NTÍ,“ segir í tilkynningunni.
Heimild til hækkunar á iðgjöldum NTÍ verður nýtt og frá og með 1. janúar 2025 og verða þau innheimt með 50% álagi samhliða brunatryggingariðgjöldum. Iðgjald fyrir húseignir, innbú og annað lausafé fer úr 0,025% í 0,0375% af vátryggingarfjárhæð.
„Sem dæmi um áhrif þessara breytinga mun iðgjald til NTÍ af 80 milljón króna eign hækka úr kr. 20.000 á ári í kr. 30.000 á ári og iðgjald af innbústryggingu á 20 milljón króna innbúi mun hækka úr kr. 5.000 í kr.
...