Innflytjendur til Íslands voru tiltölulega fáir á fjórða áratug liðinnar aldar og þeir sem hingað komu mættu margs konar mótlæti. Heimskreppan mikla hjó hart að efnahagslífi þjóðarinnar, atvinnuleysi var mikið og mörgum hugnaðist illa að…
Farfugl Flugvél flýgur yfir Alþingishúsið og Dómkirkjuna til lendingar á Reykjavíkurflugvelli árið 1947.
Farfugl Flugvél flýgur yfir Alþingishúsið og Dómkirkjuna til lendingar á Reykjavíkurflugvelli árið 1947. — Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

Innflytjendur til Íslands voru tiltölulega fáir á fjórða áratug liðinnar aldar og þeir sem hingað komu mættu margs konar mótlæti. Heimskreppan mikla hjó hart að efnahagslífi þjóðarinnar, atvinnuleysi var mikið og mörgum hugnaðist illa að „ríkisborgarar erlendra þjóða taki atvinnu frá landsmönnum sjálfum“ eins og það var orðað í ályktun sem Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna, sendi dómsmálaráðherra árið 1933. Fáir voru þó jafn óvelkomnir á Íslandi og erlendir tónlistarmenn af gyðingaættum enda kom mótstaðan við veru þeirra úr ýmsum áttum. Stjórnvöld undir forystu Hermanns Jónassonar, sem varð bæði forsætis- og dómsmálaráðherra árið 1934, ráku harða stefnu gegn öllum innflytjendum en einkum þó gagnvart fólki sem átti ættir að rekja til gyðinga. Þá var Félag íslenskra hljóðfæraleikara (FÍH), sem síðar nefndist Félag íslenskra hljómlistarmanna, stofnað árið 1932 með það að meginmarkmiði að tryggja að íslenskir tónlistarmenn

...