Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í ósk um að breyta efri hæðum Landsbankahússins á Laugavegi 77 úr skrifstofum í íbúðir. Húsið er fjórar hæðir auk þakhæðar. Hins vegar fékkst ekki heimild til að breyta hæðunum í hótelíbúðir í skammtímaleigu
Laugavegur 77 Áformað er að innrétta íbúðir í húsinu, sem áður hýsti banka. Þarna var Landsbankinn með sitt stærsta útibú um áraraðir.
Laugavegur 77 Áformað er að innrétta íbúðir í húsinu, sem áður hýsti banka. Þarna var Landsbankinn með sitt stærsta útibú um áraraðir. — Morgunblaðið/sisi

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í ósk um að breyta efri hæðum Landsbankahússins á Laugavegi 77 úr skrifstofum í íbúðir. Húsið er fjórar hæðir auk þakhæðar.

Hins vegar fékkst ekki heimild til að breyta hæðunum í hótelíbúðir í skammtímaleigu. Það er ekki heimilt á þessu svæði, miðborgarkjarna M1, samkvæmt gildandi aðalskipulagi.

Eins og nafnið gefur til kynna var Landsbankinn með starfsemi í húsinu um langt árabil. Útibú bankans var á neðstu hæðinni og skrifstofur á þeim efri. Nú hefur bankinn að mestu leyti hætt starfsemi bankaútibúa á höfuðborgarsvæðinu.

Meginstarfsemi bankans hefur verið sameinuð á einum stað í nýju bankahúsi við Reykjastræti í miðborginni.

...