Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er fjölhæf listakona og hefur lagt sitt af mörkum á fjölbreyttum sviðum listarinnar – hún er dansari, danshöfundur, leikstjóri, handritshöfundur og tónlistarkona. Um þessar mundir vinnur hún hörðum höndum að…
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er fjölhæf listakona og hefur lagt sitt af mörkum á fjölbreyttum sviðum listarinnar – hún er dansari, danshöfundur, leikstjóri, handritshöfundur og tónlistarkona. Um þessar mundir vinnur hún hörðum höndum að undirbúningi glænýrrar sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum, sem frumsýnd verður 8. mars. Nýverið gaf hún út titillag sýningarinnar, „Skíthrædd“.
„Uppistandssöngleikseinleikur“
„Það er mikil stemning og ég er algjörlega að skíta á mig. Enda heitir þetta „Skíthrædd“ – og ég er það,“ sagði Unnur Elísabet í morgunþættinum Ísland vaknar með þeim Bolla Má og Þóri Bæring. Hún verður ein á sviðinu að þessu sinni – fyrir utan frábæra
...