Stefán Guðmundur Þórarinsson fæddist á Laugarvatni í Árnessýslu 9. desember 1934. Hann lést 3. nóvember 2024.
Foreldrar hans voru Þórarinn Stefánsson kennari, ættaður frá Mýrum í Skriðdal í S-Múlasýslu, f. 17.5. 1904, d. 11.9. 2002, og eiginkona hans Guðmunda Margrét Guðmundsdóttir húsmóðir, frá Goðalandi í Vestmannaeyjum, f. 19.3. 1908, d. 4.9. 1996. Systir Stefáns er Erna Helga hússtjórnarkennari, f. 8.7. 1933.
Stefán giftist 19. maí 1956 Láru Kristínu Samúelsdóttur leirlistakonu, f. 25.3. 1935, d. 23.7. 2014. Foreldrar hennar voru Samúel Jónsson smjörlíkisgerðarmeistari, f. 1910, d. 1983, og Ragnhildur Helgadóttir kjólameistari, f. 1911, d. 1987, frá Ísafirði.
Börn Stefáns og Láru eru: 1) Þórarinn rafmagnsverkfræðingur, f. 13.4. 1956, giftur Jórunni Pálsdóttur. Börn Þórarins eru: a) Katrín,
...