Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar um börn og brotamenn í hælisleitendakerfinu í nýjasta pistli sínum á mbl.is. Þar bendir hann á að enn sé verið að fást við hálfgerðan feluleik í umræðunni og vissulega er rétt að enn er töluverð feimni við að tala um þessi mál eins og þau eru og opinberir aðilar iðulega allt of sparir á upplýsingar.
Sigurður Már vísar í fréttir og nefnir að 15 manns hjá ríkislögreglustjóra vinni nú við að fylgja þeim úr landi sem fari ekki sjálfviljugir þrátt fyrir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Mikil fjölgun hafi verið í að fylgja brotamönnum úr landi en þó séu margir á biðlista.
Hann hefur einnig áhyggjur af því hvað þessir brotamenn geri á meðan þeir eru hér og bendir á að þegar „málaskrár dómstólanna eru skoðaðar sést að útlensk nöfn eru þar í meirihluta en mikil viðkvæmni ríkir fyrir því að
...