Það var áhugavert að fylgjast með umræðum um væntanlegar alþingiskosningar í Silfrinu síðastliðið mánudagskvöld. Það var ekki vegna þess að umræðurnar væru svo leifrandi. Þær voru það ekki, en samt alveg ágætar
Þórhallur Hann lék af fingrum fram í Silfrinu.
Þórhallur Hann lék af fingrum fram í Silfrinu. — Morgunblaðið/Eggert

Kolbrún Bergþórsdóttir

Það var áhugavert að fylgjast með umræðum um væntanlegar alþingiskosningar í Silfrinu síðastliðið mánudagskvöld. Það var ekki vegna þess að umræðurnar væru svo leifrandi. Þær voru það ekki, en samt alveg ágætar.

Einn álitsgjafanna, Þórhallur Gunnarsson, er þrautreyndur sjónvarpsmaður sem veit að þátttakendur eiga aldrei að vera með skarkala í beinni útsendingu. Þarna var hann og trommaði svo vel heyrðist með fingrum á borðið, þar sem hann sat í hópi annarra álitsgjafa. Stundum trommaði hann taktfast, stundum var trommið létt og svífandi, næstum hikandi. Maður beið spenntur eftir næstu tilbrigðum, yrði þá slegið fast eða ofurlaust?

Það er hugsanlega móðgandi gagnvart öðrum þátttakendum í þessum þætti að segja að trommusólóið hans Þórhalls

...