Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum (XD) eykur líkur á hóflegri skattastefnu og ábyrgri stjórn efnahagsmála.
Kjartan Magnússon
Samkvæmt skoðanakönnunum er mikil hætta á því að vinstristjórn verði mynduð að loknum alþingiskosningum á laugardag. Kjósendur mættu velta því fyrir sér hvaða reynslu þjóðin hefur af fyrri vinstristjórnum. Hvaða afleiðingar mun það hafa ef slík stjórn verður mynduð á ný?
Meiri eða minni ríkisafskipti?
Stundum heyrist að hægri og vinstri séu úrelt hugtök í pólitík og komi ekki lengur að gagni við að skilgreina stjórnmálaflokka. Hér skal ekki dæmt um það en til er annar mælikvarði, sem vel má styðjast við. Hann er sá hvort viðkomandi flokkur vilji auka ríkisafskipti eða draga úr þeim.
Ríkisafskipti eru mikil hérlendis og talið er að Íslendingar axli nú næsthæstu skattbyrðina innan OECD. Ekki vantar mikið upp á að þjóðin komist í efsta sæti á listanum
...