Jólin eru heilög fyrir marga og oft heldur fólk mjög fast í hefðir tengdar hátíðinni og er lítið til í að breyta til. Sumir skreyta alltaf á Þorláksmessu, verða að hafa ekta jólatré eða geta ekki hugsað sér jólin án þess að borða rjúpu
— Colourbox

Rósa Margrét Tryggvadóttir

rosa@mbl.is

Jólin eru heilög fyrir marga og oft heldur fólk mjög fast í hefðir tengdar hátíðinni og er lítið til í að breyta til. Sumir skreyta alltaf á Þorláksmessu, verða að hafa ekta jólatré eða geta ekki hugsað sér jólin án þess að borða rjúpu.

Það getur þó verið eftirminnilegt að breyta til og fara allt aðra leið en venjulega. K100 tók saman nokkrar skemmtilegar aðferðir til að breyta aðeins til á jólunum.

Bland í poka í staðinn fyrir konfekt Það þarf ekki endilega að vera konfekt eða Mackintosh í boði á jólunum enda ekki í uppáhaldi hjá öllum. Hvað með að fara á nammibarinn rétt fyrir jól og kaupa allt það sem er í uppáhaldi hjá hverjum fjölskyldumeðlimi? Þannig er hægt að koma í veg fyrir hrúguna af vondum konfektmolum sem enginn vill

...