Staðfest hefur verið að rokkstjarnan Rod Stewart muni koma fram á Glastonbury-tónlistarhátíðinni á Englandi á næsta ári sem fram fer dagana 25.- 29. júní. BBC greinir frá og tekur fram að þá verði liðin 23 ár síðan rokkstjarnan kom síðast fram á hátíðinni
Staðfest hefur verið að rokkstjarnan Rod Stewart muni koma fram á Glastonbury-tónlistarhátíðinni á Englandi á næsta ári sem fram fer dagana 25.- 29. júní. BBC greinir frá og tekur fram að þá verði liðin 23 ár síðan rokkstjarnan kom síðast fram á hátíðinni.
Hinn 79 ára gamli Stewart tilkynnti nýlega að hann hygðist hætta að spila á stórum tónleikaviðburðum úti í heimi í lok næsta árs en sagðist þó stoltur, tilbúinn og meira en lítið fær um að gleðja vini sína á Glastonbury á næsta ári. Þá mun hann koma fram á eftirsóttasta tíma hátíðarinnar, á sjálfum sunnudagseftirmiðdeginum, og feta þannig í fótspor Dolly Parton, Barry Gibb, Shaniu Twain og Kylie Minogue.