Aukin ríkisútgjöld án umbótahugmynda er gagnslaus stefna

Meðal þess sem brýnt er að vinna að á næsta kjörtímabili er að hagræða í ríkisrekstri, minnka umsvif ríkisins og lækka skatta. Fáir flokkar sýna þessu skilning og fleiri loforð ganga út á aukin útgjöld en sparnað og ráðdeild.

Afstaðan til umfangs ríkisins birtist meðal annars í umræðum um menntamál og heilbrigðismál. Sumir flokkar mega helst ekki heyra á það minnst að nýjum aðferðum verði beitt á þeim sviðum til að fá meira fyrir það mikla fé sem í þessa málaflokka fer. Þegar rætt er um að hægt sé að hagræða í heilbrigðiskerfinu með því að nýta kosti einkaframtaksins hafna vinstri flokkarnir því og sumir sem ekki eru endilega flokkaðir á þann hátt hafa einnig miklar efasemdir.

Staðreyndin er þó sú að ef engu er breytt þá lagast ekkert. Þeir sem segjast vilja gera betur í heilbrigðismálum – hafa jafnvel „plan“ þar

...